Fangelsismál

Miðvikudaginn 06. nóvember 2002, kl. 16:02:05 (1154)

2002-11-06 16:02:05# 128. lþ. 24.10 fundur 137. mál: #A fangelsismál# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., Fyrirspyrjandi ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 24. fundur, 128. lþ.

[16:02]

Fyrirspyrjandi (Ögmundur Jónasson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Þessar hugmyndir eru ekki úr lausu lofti gripnar. Við vitum að pólitískir samherjar hæstv. dómsmrh., t.d. í Bretlandi, Margrét Thatcher og Tony Blair, hafa einkavætt fangelsin þar með hörmulegum afleiðingum fyrir starfsfólk og einnig þá sem þar dvelja.

Hæstv. ráðherra segir afdráttarlaust að það standi ekki til að einkavæða reksturinn á fangelsinu. Hins vegar skil ég það svo að til standi að fara í svokallaða einkaframkvæmd um sjálfa bygginguna. Þá spyr ég: Í ljósi þess að slík einkaframkvæmd er miklu kostnaðarsamari fyrir skattborgara, hvers vegna í ósköpunum ræðst ekki ríkið sjálft beint í að reisa þessa byggingu? Hvers vegna er hafður þessi milliliður sem eykur kostnað skattborgara?

Það er hörmulegt til þess að vita hve slaka hagsmunagæslumenn þjóðin og skattborgarar eiga í þessari ríkisstjórn.