Rannsóknir á þorskeldi

Fimmtudaginn 07. nóvember 2002, kl. 15:52:42 (1241)

2002-11-07 15:52:42# 128. lþ. 25.5 fundur 35. mál: #A rannsóknir á þorskeldi# þál., SI (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur, 128. lþ.

[15:52]

Sigríður Ingvarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Karl V. Matthíasson talaði um að auðvelt ætti að vera að markaðssetja þorskinn því við Íslendingar hefðum góða markaðsstöðu. Þetta er vissulega rétt. Mig langar bara að benda í þessu sambandi á að framleiðsla á eldislaxi hefur margfaldast frá 1980 og er í dag um 420 þúsund tonn. Það er mjög merkilegt ef við horfum á það hve laxeldið hefur aukist gríðarlega mikið á síðustu árum að hægt skuli vera að finna markað fyrir allan þennan lax. Ég held því að í raun sé hægt að finna markaði með réttri markaðsáætlun fyrir hvaða góða hráefni sem er. Það er hægt að stórauka markaðsstöðu okkar erlendis með auknu eldi á þorski.