Samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni

Þriðjudaginn 19. nóvember 2002, kl. 17:32:53 (1626)

2002-11-19 17:32:53# 128. lþ. 32.13 fundur 18. mál: #A samkeppnisstaða atvinnufyrirtækja á landsbyggðinni# þál., HBl (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 128. lþ.

[17:32]

Halldór Blöndal (um fundarstjórn):

Herra forseti. Meðan ég sat í forsetastóli áðan þá skildist mér að flutningsmaður, hv. 3. þm. Norðurl. v., Kristján L. Möller, óskaði eftir því að taka síðastur til máls um þessa tillögu og setti mig þess vegna fram fyrir hann en ég bið hæstv. forseta að leiðrétta þessi mistök. (KLM: Þetta er rétt.)

(Forseti (ÍGP): Það kemur fram í frammíkalli hv. 3. þm. Norðurl. v. að þetta sé hárrétt hjá hv. þm. sem var í forsetastóli fyrir fáeinum mínútum þannig að til máls tekur hv. 1. þm. Norðurl. e., Halldór Blöndal.)