Þjóðminjalög

Þriðjudaginn 26. nóvember 2002, kl. 15:34:34 (1721)

2002-11-26 15:34:34# 128. lþ. 36.3 fundur 382. mál: #A þjóðminjalög# (verkaskipting, minjaverðir o.fl.) frv., menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 128. lþ.

[15:34]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ljóst er að það sér fyrir endann á byggingarframkvæmdum við Þjóðminjasafnið. Síðan þarf að koma þar upp sýningu og sýningaraðstöðu og mér sýnist líklegt að við getum farið að eygja þann möguleika, án þess að ég vilji fullyrða um það, að við gætum hugsanlega opnað safnið á árinu 2004. Þetta er ég þó ekki að fullyrða því það fer eftir fjárveitingum en ég bind vonir við að það verði hægt og við sjáum síðan hvað setur.