Tilhögun þingfundar

Miðvikudaginn 27. nóvember 2002, kl. 10:31:26 (1726)

2002-11-27 10:31:26# 128. lþ. 37.92 fundur 259#B tilhögun þingfundar#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 37. fundur, 128. lþ.

[10:31]

Forseti (Halldór Blöndal):

Þess er að geta að samkomulag er um það milli forseta og formanna þingflokka að þingflokksfundir verði með styttra móti í dag, standi frá kl. hálffimm til hálfsex, eða í klukkustund. Stefnt er að því að ljúka 2. umr. um fjárlög á þessum þingdegi svo að til kvöldfundar getur komið. Ekki er þó gert ráð fyrir kvöldverðarhléi á fundinum. Atkvæðagreiðsla um fjárlög er fyrirhuguð á morgun kl. tvö.

Atkvæðagreiðslur verða á þessum fundi kl. hálftvö, að loknu hádegishléi, um 1.--3. dagskrármál, þar á meðal um fjáraukalög. Jafnframt verður að minna þingmenn á að atkvæðagreiðslur geta orðið síðdegis um afbrigði svo sem títt er við fjárlagaafgreiðslu.