Fósturbörn í sveitum

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 11:38:41 (1832)

2002-11-28 11:38:41# 128. lþ. 38.8 fundur 384. mál: #A fósturbörn í sveitum# fsp. (til munnl.) frá félmrh., DrH
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 128. lþ.

[11:38]

Drífa Hjartardóttir:

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir þessa fyrirspurn og hvað hv. þm. Helga Halldórsdóttir hefur vakið mikla athygli á því mikilvæga starfi sem fer fram hjá fósturforeldrum í sveit. Athyglisvert var að heyra svarið frá hæstv. ráðherra, að 71 barn á skólaskyldualdri dvelji í sveitum landsins. Ég tek undir hvað það er mikilvægt að allar upplýsingar og allt upplýsingaflæði sé gott á milli heimilanna, skólanna og þeirra stofnana sem koma börnunum fyrir.