Fósturbörn í sveitum

Fimmtudaginn 28. nóvember 2002, kl. 11:41:22 (1834)

2002-11-28 11:41:22# 128. lþ. 38.8 fundur 384. mál: #A fósturbörn í sveitum# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur, 128. lþ.

[11:41]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég tel að hér sé um mjög mikilvægt úrræði að ræða og mikil ástæða sé til að efla það. Þetta er tiltölulega ódýr leið til að losa börn úr vanda og ég held að mjög mikilvægt sé að reyna að efla þessi úrræði.

Ég hef áhuga á því að við gefum út handbók fyrir fósturforeldra þar sem þau geta undirbúið sig undir það verkefni að taka við fósturbarni og ég held að það sé mjög mikilvægt. Ég tel að barnaverndarnefnd hljóti eðli málsins samkvæmt ævinlega að kanna það og fullvissa sig um að skóli sé fullnægjandi eða úrræði til skólagöngu séu fyrir hendi áður en barni er ráðstafað í fóstur. Ég hef ekki hugleitt það að bera fram breytingu á barnaverndarlögum varðandi þetta atriði, en það getur vel verið, ég útiloka ekki að það kunni að þurfa að gera ef misbrestur er á en mér er ekki kunnugt um það eða okkur í ráðuneytinu að svo sé.