Lækkun tekjustofna sveitarfélaga

Mánudaginn 02. desember 2002, kl. 15:13:42 (1918)

2002-12-02 15:13:42# 128. lþ. 43.1 fundur 285#B lækkun tekjustofna sveitarfélaga# (óundirbúin fsp.), KLM
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 128. lþ.

[15:13]

Kristján L. Möller:

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir svarið þótt ég sé ekki ánægður með það. Hér kemur fram að hann líti á þetta sem vandamál. Það er sannarlega alveg rétt og um það hefur áður verið rætt þegar frv. kom fram um að rýmka heimildir til stofnunar einkahlutafélaga, að þetta mundi stórskerða tekjustofna sveitarfélaga.

Hæstv. félmrh. vitnar í samkomulag sem gert hefur verið og bendir á að samráðsnefndin hittist núna í vikunni. Þá spyr ég: Á virkilega ekki að taka á þessu? Hæstv. félmrh. dregur líka í efa að þetta sé jafnstórt vandamál og formaður sambandsins hefur gefið til kynna. Ég held að vandinn sé mikill og krefst þess að fá að vita hjá hæstv. félmrh., þar sem hæstv. ríkisstjórn er oft að gagnrýna sveitarfélögin fyrir að keyra fram úr í fjárhagsáætlunum, hvernig eigi að bæta sveitarfélögunum þennan tekjumissi.