Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum

Þriðjudaginn 03. desember 2002, kl. 15:13:02 (2006)

2002-12-03 15:13:02# 128. lþ. 44.10 fundur 404. mál: #A vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum# (sala á rjúpu o.fl.) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 128. lþ.

[15:13]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Í því frv. sem hér var mælt fyrir eru furðuleg ákvæði um það að fólki sé bannað að selja eigur sínar. Ég spyr hæstv. ráðherra hvort fordæmi séu fyrir því á öðrum sviðum að fólki sé bannað að selja eigur sínar. Ég vil líka spyrja að því hvernig menn ætla að fara með það ef ég gef veiðimanni þúsund kr. eða 10 þús. kr., færi honum það í jólagjöf, og hann gefur mér tíu rjúpur í staðinn.