Eyrnasuð

Miðvikudaginn 04. desember 2002, kl. 14:47:16 (2064)

2002-12-04 14:47:16# 128. lþ. 46.5 fundur 363. mál: #A eyrnasuð# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 46. fundur, 128. lþ.

[14:47]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson):

Herra forseti. Hv. 15. þm. Reykv. beindi til mín fyrirspurn um hvort ég muni beita mér fyrir því að lyfjainnflutningur frá Ísrael geti átt sér stað.

Ég kannast vel við þetta mál sem hér er um að ræða, það hefur komið inn borð til mín. Þarna er það ljón í veginum að erfitt hefur reynst að fá þennan lyfjainnflutning undir þær reglur sem gilda um lyfjainnflutning hér á landi vegna innihaldslýsinga. Ég hef reynt að gera mitt til að greiða fyrir þessu máli. Hins vegar er ljóst að ef lyf er flutt inn án þess að eftir þessum reglum sé farið er það vafasamt fordæmi og getur dregið nokkurn slóða á eftir sér sem ég held að menn mæli ekki með hér. Ég vil gera mitt til þess að greiða fyrir þessu en þessi innflutningur verður að sjálfsögðu að lúta þeim reglum sem gilda um lyfjainnflutning og sölu lyfja hér á landi. Ég mun halda áfram að fylgjast með þessu máli.

Að öðru leyti þakka ég umræðuna. Ég hef í rauninni engu við hana að bæta. Ég mun auðvitað fylgjast með því að starfshópurinn skili verki sínu um þetta mál og því verði svo fylgt eftir.