Fjáraukalög 2002

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 10:32:04 (2117)

2002-12-05 10:32:04# 128. lþ. 47.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., Frsm. meiri hluta ÓÖH
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[10:32]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir frhnál. um frv. til fjáraukalaga fyrir árið 2002 og er það frá meiri hluta fjárln.

Nefndin hefur haft frv. til athugunar og í því skyni leitað skýringa hjá fjmrn. og fagráðuneytum varðandi beiðnir um auknar fjárheimildir.

Meiri hluti fjárln. gerir brtt. við sundurliðun 1, tekjur A-hluta. Þá eru lagðar til sjö brtt. við sundurliðun 2 sem samtals nema 1.375 millj. kr. til hækkunar. Jafnframt eru gerðar breytingar á 3. gr. frv., um lántökur, endurlán og ríkisábyrgðir.

Ég bendi hv. þingmönnum á að skýringar við einstakar brtt. eru í þingskjölum og að framsögumaður er tilbúinn til þess að svara hér spurningum sem kunna að koma fram í umræðunni, hvort sem er í andsvörum eða ræðum.

Ég þakka minni hluta nefndarinnar fyrir gott samstarf og vænti þess að frv. þetta með áorðnum breytingum verði samþykkt í hv. Alþingi.