Fjáraukalög 2002

Fimmtudaginn 05. desember 2002, kl. 10:50:02 (2129)

2002-12-05 10:50:02# 128. lþ. 47.1 fundur 66. mál: #A fjáraukalög 2002# frv., Frsm. meiri hluta ÓÖH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 128. lþ.

[10:50]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Ólafur Örn Haraldsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Umsóknir til fjárln. eru ekki gögn á bak við tjöldin heldur öllum aðgengileg. Þau hafa verið nýtt bæði af stjórnarandstöðu og meiri hluta við þá vinnu sem hér hefur farið fram. Enda þótt línurnar séu ekki margar um Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri í því þingskjali sem hv. þm. hefur í höndum þá vil ég fullvissa hann um að fulltrúi flokks hans hefur verið mjög ötull að kynna sér þetta. Hann er fullbúinn til að koma þeim upplýsingum hér á framfæri. Ég tel að umræðan sem fram fór um sjúkrahúsið á Akureyri við 2. umr. fjáraukalaga og fjárlaga hafi sömuleiðis upplýst þingmenn og því sé óþarft að hrópa hér á enn frekari umfjöllun um málið.