Íslenskt táknmál

Miðvikudaginn 11. desember 2002, kl. 15:31:05 (2482)

2002-12-11 15:31:05# 128. lþ. 52.7 fundur 403. mál: #A íslenskt táknmál# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., ÞSveinb
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 128. lþ.

[15:31]

Þórunn Sveinbjarnardóttir:

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir þessa fyrirspurn. Staðreyndin er sú, herra forseti, að á Íslandi eru töluð fleiri en eitt og fleiri en tvö tungumál. Eitt þessara tungumála er íslenska táknmálið og það er næstum því óskiljanlegt að það skuli ekki hafa verið fest í lög að íslenska táknmálið sé jafnrétthátt öðrum tungumálum sem hér eru töluð. Fjölmargir Íslendingar eiga táknmálið að sínu móðurmáli. Fjölmörg börn á leikskólanum Sólborg í Reykjavík ræða við leikskólakennarana sína á íslenska táknmálinu. Ég trúi því hreinlega ekki, herra forseti, að það sem standi í veginum sé álitamálið um það hver eigi að standa straum af þeim kostnaði sem samfélagið þarf að bera við þessa lögleiðingu. Þetta er auðvitað sameiginlegur samfélagskostnaður og það hlýtur að segja sig sjálft að ríkið beri þann kostnað.