Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 246. máls.

128. löggjafarþing 2002–2003.
Þskj. 468  —  246. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 33 5. maí 2000, um veiðieftirlitsgjald, með síðari breytingum.

Frá sjávarútvegsnefnd.

    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Arndísi Á. Steinþórsdóttur, Þorstein Geirsson og Jón B. Jónasson frá sjávarútvegsráðuneyti, Kristján Ragnarsson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Sævar Gunnarsson frá Sjómannasambandinu og Örn Pálsson og Arthúr Bogason frá Landssambandi smábátaeigenda. Þá bárust nefndinni umsagnir frá Sjómannasambandi Íslands, Byggðastofnun, Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands, Vélstjórafélagi Íslands og Hafrannsóknastofnuninni.
    Í frumvarpinu er lögð til hækkun á gjaldi fyrir leyfi til veiða í atvinnuskyni og gjaldi á úthlutaðar veiðiheimildir eða landaðan afla metinn í þorskígildistonnum. Þá er enn fremur verið að rýmka greiðsluskyldu vegna veiðieftirlitsmanna þannig að hún nái einnig til útgerða skipa sem vinna fisk um borð þótt ekki sé um fullvinnslu að ræða.
    Nefndin telur að síðastnefnda breytingin þarfnist meiri skoðunar, samhliða frumvarpi til breytinga á lögum nr. 54 16. maí 1992, um fullvinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum, með síðari breytingum.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins með eftirfarandi


BREYTINGU:

    
    3. gr. falli brott.

    Kristinn H. Gunnarsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Árni Steinar Jóhannsson sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu með fyrirvara.


Alþingi, 26. nóv. 2002.



Einar K. Guðfinnsson,


form., frsm.


Árni R. Árnason.


Guðjón A. Kristjánsson.



Guðmundur Hallvarðsson.


Hjálmar Árnason.


Jóhann Ársælsson.



Svanfríður Jónasdóttir.


Vilhjálmur Egilsson.