Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 469. máls.
128. löggjafarþing 2002–2003.
Nr. 19/128.

Þskj. 1326  —  469. mál.


Þingsályktun

um samgönguáætlun fyrir árin 2003–2014.


    Alþingi ályktar, sbr. lög um samgönguáætlun, nr. 71/2002, að á árunum 2003–2014 skuli unnið að samgöngumálum í samræmi við áætlun þessa sem felur í sér:
     a.      stefnumótun í samgöngumálum og helstu markmið sem vinna skal að,
     b.      skilgreiningu á grunnneti samgöngukerfisins sem nær til alls landsins og er ætlað að tryggja landsmönnum greiðar samgöngur,
     c.      áætlun um fjáröflun til samgöngumála og
     d.      yfirlit um útgjöld til allra helstu þátta í rekstri samgöngustofnana, svo og viðhalds og nýframkvæmda á sviði flugmála, siglingamála og vegamála.

1.     STEFNUMÓTUN

Markmið um greiðari samgöngur (flytjanleika samgöngukerfisins).
    Stefnt skal að auknum flytjanleika í samgöngukerfinu sem taki bæði til fólks og vöru. Þessu markmiði skal ná með bættu aðgengi að samgöngum og aukinni afkastagetu kerfisins þar sem hún er takmörkuð, einnig með því að skapa skilyrði fyrir flesta landsmenn að komast til og frá höfuðborgarsvæðinu á innan við 3½ klst. ferðatíma.

     Meðal aðgerða til að ná þessu markmiði verði:
     a.      Grunnnetið byggt upp samkvæmt tillögum um röð framkvæmda.
     b.      Þjónusta í grunnnetinu aukin.
     c.      Almenningssamgöngur í lofti, á sjó og á landi skipulagðar þannig að þær nái til allra þéttbýlisstaða með um það bil 200 íbúum eða fleiri.
     d.      Reykjavíkurflugvöllur áfram miðstöð innanlandsflugs og byggð verði þar samgöngumiðstöð.
     e.      Upplýsingaþjónusta við almenning og aðra notendur samgöngukerfisins aukin.

Markmið um hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri samgangna.
    Stefnt skal að aukinni hagkvæmni í uppbyggingu og rekstri samgangna. Þetta taki til samgöngumannvirkja, leiðsögukerfa og annarrar öryggisþjónustu, svo og samgangna í kerfinu að svo miklu leyti sem ríkið kemur að þeim.

    Meðal aðgerða til að ná þessu markmiði verði:
     a.      Leitað leiða til þess að nýta kosti markaðsaflanna við uppbyggingu og rekstur samgöngukerfisins.
     b.      Rekstur samgangna í lofti, á sjó og á landi, sem ríkið kemur að, boðinn út til að tryggja eðlilegt samkeppnisumhverfi.
     c.      Stefnt að sanngjarnri og skilvirkri gjaldtöku fyrir afnot af samgöngukerfinu.

Markmið um umhverfislega sjálfbærar samgöngur.
    Stefnt skal að sjálfbærum samgöngum, en það merkir meðal annars að (a) notkun á endurnýjanlegum auðlindum sé undir endurnýjunarhraða og (b) að ekki sé gengið hraðar á óendurnýjanlegar auðlindir en svo að mögulegt sé að þróa og skipta yfir í endurnýjanlegar auðlindir. Markmiðið tekur einnig til þess að umhverfisáhrifum samgangna, bæði hnattrænum og staðbundnum, verði haldið innan ásættanlegra marka. Þannig sé miðað við að losun CO 2 frá samgöngum árið 2010 verði ekki meiri en árið 1990. Jafnframt verði dregið úr hávaða frá samgöngum og loftmengun verði haldið innan viðmiðunargilda í stöðlum Evrópusambandsins.

    Meðal aðgerða til að ná þessu markmiði verði:
     a.      Stuðlað að nýtingu umhverfisvænna orkugjafa. Staðið verði fast við það markmið stjórnvalda að 20% af bifreiða- og fiskiskipaflota landsmanna noti vetni í stað jarðefnaeldsneytis árið 2020.
     b.      Skattlagning eignarhalds og notkunar bíla með þeim hætti að léttari bílar og bílar sem nota olíu sem eldsneyti verði fýsilegri kostur en nú er.
     c.      Ísland í fararbroddi með að fullgilda alþjóðlegar samþykktir gegn mengun sjávar.
     d.      Stefnt að gildistöku alþjóðlegra samþykkta og reglna sem takmarka losun efna frá skipum og bílum.
     e.      Almenn fræðsla um akstur og aksturslag aukin með það í huga að draga úr mengun og hávaða frá bílaumferð.
     f.      Aukin áhersla lögð á rannsóknir á ýmsum þáttum sem geta dregið úr mengun frá samgöngum.

Markmið um öryggi í samgöngum.
    Stefnt skal að því að öryggi í samgöngum hér á landi verði eins og það gerist best með öðrum þjóðum.
    Áfram verði innleiddar reglur Flugöryggissamtaka Evrópu (JAA), sem Ísland er aðili að, eftir því sem þær verða til. Stefnt verði að því að Ísland taki frá byrjun virkan þátt í starfi Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) og Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA).
    Áfram verði stefnt að því að fækka slysum á sjó enn frekar í samræmi við langtímaáætlun um öryggismál sjófarenda sem Alþingi samþykkti 2001, þ.e. um að minnsta kosti þriðjung til ársins 2004.
    Stefnt verði að því að fækka banaslysum og öðrum alvarlegum slysum í umferðinni um 40% til 2012 miðað við meðaltal áranna 1996–2000 í samræmi við umferðaröryggisáætlun 2001–2012 sem Alþingi hefur samþykkt.
    Langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda verði hluti samgönguáætlunar og taki mið af þessum sérstöku öryggisáætlunum.

    Meðal aðgerða til að ná þessu markmiði verði:
     a.      Reglur Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA), Flugöryggissamtaka Evrópu (JAA) og síðar Flugöryggisstofnunar Evrópu (EASA) fullgiltar á Íslandi eftir því sem þær verða til.
     b.      Komið upp gæðakerfi um öryggismál allra flugvalla sem í rekstri eru sem og í flugumferðarþjónustu.
     c.      Unnið eftir sömu stefnu í öryggismálum sjófarenda og mörkuð var með samþykkt langtímaáætlunar í öryggismálum sjófarenda fyrir árin 2001–2003.
     d.      Komið á fót vaktstöð siglinga til að annast leiðsögu- og öryggisþjónustu fyrir skip sem fara um íslenska efnahagslögsögu.
     e.      Áhersla lögð á öryggismál í höfnum, bæði við forgangsröðun verkefna og við hönnun, framkvæmdir og rekstur mannvirkja.
     f.      Stuðlað að ábyrgri hegðun í umferð á vegum og götum með aukinni fræðslu og áróðri og auknu eftirliti.
     g.      Götur og vegir og umhverfi vega gert öruggara, meðal annars með endurskoðun staðla, bættri öryggishönnun, aðskilnaði bílaumferðar og óvarinna vegfarenda þar sem umferðin er mest og fækkun hættulegra staða í vegakerfinu.
     h.      Unnið að enn virkara samstarfi við lögreglu, Umferðarstofu, Umferðarráð og sveitarfélög til að auka umferðaröryggi.
     i.      Efldar rannsóknir sem varða öryggismál allra greina samgangna.

2.     GRUNNNETIÐ

Skilgreining.
    Grunnnet samgöngukerfisins nær til allra byggðakjarna með um það bil 100 íbúa eða fleiri. Það nær til þeirra staða sem eru mikilvægastir fyrir fiskveiðar, ferðamennsku og flutninga til og frá landinu. Netið er samfellt, liggur um þéttbýlisstaði þegar svo háttar til á landinu og helstu samgönguæðar á stærstu þéttbýlisstöðunum teljast til netsins.

Flug.
    Flugvellir í grunnneti skulu vera:
         Reykjavík
         Bíldudalur
         Ísafjörður/Þingeyri*
         Sauðárkrókur
         Akureyri
         Grímsey
         Þórshöfn
         Egilsstaðir
         Höfn í Hornafirði
         Vestmannaeyjar/Bakki*
         Keflavík

        *Flugvellir sem tengjast flugvöllum í grunnneti.

    Haldið verður uppi nauðsynlegu þjónustustigi, sem þarf fyrir áætlunarflug, á Gjögri og á Vopnafirði.

Hafnir.
    Hafnir í grunnneti skulu vera:
         Grundartangi
         Akranes
         Snæfellsbær (Rif og Ólafsvík)
         Grundarfjörður
         Stykkishólmur
         Vesturbyggð (Patreksfjörður)
         Bolungarvík
         Ísafjarðarbær (Ísafjörður)
         Skagaströnd
         Skagafjörður (Sauðárkrókur)
         Siglufjörður
         Ólafsfjörður
         Dalvíkurbyggð (Dalvík)
         Akureyri
         Húsavík
         Raufarhöfn
         Þórshöfn
         Vopnafjörður
         Seyðisfjörður
        Fjarðabyggð (Norðfjörður, Eskifjörður og Reyðarfjörður)
         Fáskrúðsfjörður
         Djúpivogur
         Hornafjörður
         Vestmannaeyjar
         Þorlákshöfn
         Grindavík
         Sandgerði
         Reykjanesbær (Keflavík/Njarðvík)
         Hafnarfjörður
         Reykjavík
Vegir.
    Vegir í grunnneti skulu vera:
Stofnvegir:
    1     Hringvegur
    22     Dalavegur
    30     Skeiða- og Hrunamannavegur
    31     Skálholtsvegur
    33     Gaulverjabæjarvegur
            Baldurshagi á Stokkseyri–Eyrarbakkavegur
    34     Eyrarbakkavegur
    35     Biskupstungnabraut
            Hringvegur–Bræðratunguvegur og
            Laugarvatnsvegur–Hrunamannavegur
    36     Þingvallavegur
    37     Laugarvatnsvegur
    38     Þorlákshafnarvegur
    39     Þrengslavegur
    40     Hafnarfjarðarvegur
    41     Reykjanesbraut
    42     Krýsuvíkurvegur
            Reykjanesbraut–Vatnsskarð
    43     Grindavíkurvegur
    44     Hafnavegur
            Reykjanesbraut–Keflavíkurflugvöllur
    45     Garðskagavegur
            Reykjanesbraut–Sandgerði
    46     Víknavegur
    47     Hvalfjarðarvegur
    49     Nesbraut
    50     Borgarfjarðarbraut
    51     Akrafjallsvegur
    54     Snæfellsnesvegur
    56     Vatnaleið
    58     Stykkishólmsvegur
    60     Vestfjarðavegur
    61     Djúpvegur
    62     Barðastrandarvegur
    63     Bíldudalsvegur
    64     Flateyrarvegur
    65     Súgandafjarðarvegur
    67     Hólmavíkurvegur
    72     Hvammstangavegur
    74     Skagastrandarvegur
    75     Sauðárkróksbraut
    76     Siglufjarðarvegur
    77     Hofsósbraut
    82     Ólafsfjarðarvegur um jarðgöng til Siglufjarðar
    85     Norðausturvegur
            Hringvegur–Kópasker og
            Raufarhöfn–Hringvegur
    87     Kísilvegur
    92     Norðfjarðarvegur
    93     Seyðisfjarðarvegur
    96     Suðurfjarðavegur um jarðgöng
    97     Breiðdalsvíkurvegur
    98     Djúpavogsvegur
    99     Hafnarvegur
    205     Klausturvegur
    240     Stórhöfðavegur
    343     Álfsstétt
    359     Bræðratunguvegur
    365     Gjábakkavegur
    376     Breiðamörk
            Hringvegur–Skólamörk
    379     Hafnarvegur, Þorlákshöfn
    409     Fossvogsbraut
    410     Elliðavatnsvegur
    411     Arnarnesvegur
    412     Vífilsstaðavegur
    413     Breiðholtsbraut
    414     Flugvallarvegur, Reykjavík
    415     Álftanesvegur
            Reykjanesbraut–Túngata
    418     Bústaðavegur
    419     Höfðabakki
    421     Vogavegur
    423     Miðnesheiðarvegur
    424     Keflavíkurvegur
    427     Suðurstrandarvegur
    429     Sandgerðisvegur
    431     Hafravatnsvegur
            Úlfarsárvegur–Hringvegur
    432     Hallsvegur
    450     Sundabraut
    453     Sundagarðar
    454     Holtavegur
    470     Fjarðarbraut
    503     Innnesvegur
            Leynir við Akranes–Akranesvegur
    509     Akranesvegur
    531     Borgarbraut
    574     Útnesvegur
            Hellissandur–Ólafsvík
    617     Tálknafjarðarvegur
            Bíldudalsvegur–Lækjargata á Sveinseyri
    619     Ketildalavegur
            Bíldudalsvegur–Hafnarteigur
    622     Svalvogavegur
            Vestfjarðavegur–Hafnargata á Þingeyri
    636     Hafnarvegur, Ísafirði
    744     Þverárfjallsvegur
    808     Árskógssandsvegur
    819     Hafnarvegur, Akureyri
    820     Flugvallarvegur, Akureyri
    821     Eyjafjarðarbraut vestri
            Hringvegur–Miðbraut
    823     Miðbraut
    829     Eyjafjarðarbraut eystri
            Hringvegur–Miðbraut
    837     Hlíðarfjallsvegur
            Hringvegur–vegamót við Glerárbrú efri
    845     Aðaldalsvegur
    859     Hafnarvegur, Húsavík
    867     Öxarfjarðarheiðarvegur
    917     Hlíðarvegur
    952     Hánefsstaðavegur
            Seyðisfjarðarvegur–ytri vegamót Austurvegar
    954     Helgustaðavegur
            Norðfjarðarvegur–ytri vegamót Lambeyrarbrautar

Tengivegir:
    25     Þykkvabæjarvegur
    26     Landvegur
    32     Þjórsárdalsvegur
    33     Gaulverjabæjarvegur
            Hringvegur–Baldurshagi á Stokkseyri
    35     Biskupstungnabraut
            Bræðratunguvegur–Laugarvatnsvegur
            Hrunamannavegur–Gullfoss
    42     Krýsuvíkurvegur
            Vatnsskarð–Suðurstrandarvegur
    44     Hafnavegur
            Keflavíkurflugvöllur–Hafnir
    52     Uxahryggjavegur
            Þingvallavegur–Kaldadalsvegur
    83     Grenivíkurvegur
    94     Borgarfjarðarvegur
    208     Skaftártunguvegur
    250     Dímonarvegur
    252     Landeyjavegur
            Hringvegur–Gunnarshólmavegur
            Hólmavegur–Gunnarshólmavegur
    253     Gunnarshólmavegur
            Landeyjavegur–Landeyjavegur
    254     Hólmavegur
    261     Fljótshlíðarvegur
            Hringvegur–Dímonarvegur
    430     Úlfarsfellsvegur
    431     Hafravatnsvegur
            Hringvegur–Úlfarsárvegur
    518     Hálsasveitarvegur
            Borgarfjarðarbraut–Kaldadalsvegur
    606     Karlseyjarvegur
            Reykhólasveitarvegur–Reykhólaþorp
    607     Reykhólasveitarvegur
            Vestfjarðavegur–Karlseyjarvegur
    622     Svalvogavegur
            Vestfjarðavegur á Þingeyri–flugvöllur
    631     Flugvallarvegur, Ísafirði
    643     Strandavegur
            Djúpvegur–Drangsnesvegur
    645     Drangsnesvegur
            Strandavegur–Drangsnes
    731     Svínvetningabraut
            Kjalvegur–Hringvegur
    732     Kjalvegur
    752     Skagafjarðarvegur
            Hringvegur–Héraðsdalsvegur
    809     Hauganesvegur
    821     Eyjafjarðarbraut vestri
            Miðbraut–Eyjafjarðarbraut eystri
    842     Bárðardalsvegur vestri
    846     Austurhlíðarvegur
            Hringvegur–Laugar
    848     Mývatnsvegur
    870     Kópaskersvegur
    931     Upphéraðsvegur
            Hallormsstaður–Hringvegur

Landsvegir:
    F26     Sprengisandsleið
    F35     Kjalvegur
    F208     Fjallabaksleið nyrðri
    F550     Kaldadalsvegur

Ferjuleiðir:
        Vestmannaeyjar–Þorlákshöfn
        Stykkishólmur–Brjánslækur
        Hrísey–Árskógssandur

3.     ÁÆTLUN UM FJÁRÖFLUN OG ÚTGJÖLD

3.1     Flugmál.
Verðlag fjárlaga fyrir árið 2003, millj. kr. 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil
2003–2006 2007–2010 2011–2014
Tekjur og framlög      
Markaðar tekjur
    Flugvallagjald 2.523 2.816 3.049
    Afgreiðslugjald 66 66 66
Framlög úr ríkissjóði 3.817 3.617 3.617
Ríkistekjur 605 605 605
Sértekjur
    Tekjur vegna alþjóðaflugþjónustu 5.877 6.427 6.427
    Aðrar sértekjur 1.830 1.830 1.830
Tekjur og framlög alls 14.718 15.361 15.594
Viðskiptahreyfingar
    Lántökur 0 0 0
    Afborganir lána -339 -339 0
Viðskiptahreyfingar samtals -339 -339 0
Til ráðstöfunar alls 14.379 15.022 15.594
Gjöld
Rekstur og þjónusta
    Yfirstjórn 1.066 1.066 1.066
    Flugvalla- og leiðsöguþjónusta 3.456 3.426 3.426
    Flugumferðarþjónusta innan lands 994 994 994
    Framlag Íslands vegna samnings um alþjóðaflugþjónustu 416 455 455
    Alþjóðaflugþjónusta 5.877 6.427 6.427
    Eftirlit og öryggismál 591 580 580
    Rannsóknir 53 72 72
    Minjar og saga 20 20 20
Rekstur samtals 12.473 13.040 13.040
Viðhald og styrkir
    Viðhaldssjóðir 530 658 833
    Styrkir til innanlandsflugs 0 100 400
Viðhald og styrkir samtals 530 758 1.233
Stofnkostnaður
    Flugvellir í grunnneti 1.301 994 447
    Áður framkvæmt/afborganir -339 -339 0
    Áætlunarflugvellir utan grunnnets 5 113 103
    Aðrir flugvellir utan grunnnets 23 117 146
    Önnur mannvirki, búnaður og verkefni 386 339 625
Stofnkostnaður samtals 1.376 1.224 1.321
Gjöld alls 14.379 15.022 15.594

3.2     Siglingamál.
Verðlag fjárlaga fyrir árið 2003, millj. kr. 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil
2003–2006 2007–2010 2011–2014
Tekjur og framlög
Markaðar tekjur
    Skipagjald 256 256 256
    Vitagjald 423 449 477
    Sérstakt vörugjald til Hafnabótasjóðs 872 926 983
Markaðar tekjur samtals 1.551 1.631 1.715
Framlag úr ríkissjóði 6.609 4.695 4.689
Ríkistekjur 5 5 5
Sértekjur 498 498 498
Tekjur og framlög alls 8.663 6.829 6.907
Viðskiptahreyfingar
    Skuldbinding ríkissjóðs við hafnarsjóði -186 0 0
    Lántökur 0 0 0
Viðskiptahreyfingar samtals -186 0 0
Til ráðstöfunar alls 8.477 6.829 6.907
Gjöld
Rekstrargjöld
    Yfirstjórn 781 839 889
    Vitar og leiðsögukerfi 430 456 484
    Skipaskoðun 460 460 460
    Vaktstöð siglinga 705 729 729
    Hafnir, líkantilraunir og grunnkort 78 80 80
    Langtímaáætlun um öryggi sjófarenda 75 80 80
    Þjónustusamningar um öryggismál 461 437 437
    Rannsóknir og þróun 190 160 160
    Minjar og saga 60 80 80
Rekstrargjöld alls 3.240 3.321 3.399
Stofnkostnaður
    Tæki og búnaður 91 96 96
    Vitar og leiðsögukerfi 63 80 80
    Hafnir í grunnneti, ríkisstyrktar 4.458 2.400 2.400
        Áður framkvæmt/afborganir -186 0 0
    Hafnir utan grunnnets, ríkisstyrktar 285 360 360
    Lendingarbætur 18 20 20
    Ferjubryggjur 29 32 32
    Sjóvarnargarðar 386 400 400
    Hafnabótasjóður framlag 93 120 120
Stofnkostnaður samtals 5.237 3.508 3.508
Gjöld alls 8.477 6.829 6.907

3.3     Vegamál.
Verðlag fjárlaga fyrir árið 2003, millj. kr. 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil
(vísitala vegagerðar 6.940) 2003–2006 2007–2010 2011–2014
Tekjur og framlög
Markaðar tekjur 42.946 45.113 46.424
Framlag úr ríkissjóði 12.752 12.152 9.332
Viðbótarfé til eflingar atvinnutækifæra 4.600 0 0
Ríkistekjur
Sértekjur
Tekjur og framlög 60.298 57.265 55.756
Viðskiptahreyfingar
    Lántökur 0 0 0
    Afborganir -1.413 -320 0
    Afborganir 0 -500 0
Viðskiptahreyfingar samtals -1.413 -820 0
Til ráðstöfunar alls 58.885 56.445 55.756
Gjöld
Rekstrargjöld
    Yfirstjórn 1.233 1.330 1.400
    Upplýsingaþjónusta 313 330 350
    Umferðareftirlit 238 250 270
    Þjónusta 10.384 10.889 11.496
    Almenningssamgöngur 3.920 3.070 2.770
        Þar af afborgun lána -1.253 -240 0
    Rannsóknir 426 451 464
    Minjar og saga 35 80 100
Rekstrargjöld alls 15.296 16.160 16.850
Viðhald samtals 9.628 10.600 11.100
Stofnkostnaður
    Grunnnet
        Almenn verkefni 1.920 1.740 1.740
        Höfuðborgarsvæðið 5.986 7.246 7.762
        Stórverkefni 8.100 9.319 8.914
        Áður framkvæmt/afborgarnir -160 -80 0
        Orku- og iðjuvegir 417 0 0
        Jarðgöng 6.400 5.000 2.000
        Landsvegir í grunnneti 120 200 520
        Viðbótarfé til eflingar atvinnutækifæra 4.600 0 0
    Samtals grunnnet 27.383 23.425 20.936
    Utan grunnnets
        Tengivegir 2.115 2.160 2.180
        Til brúargerðar 1.158 1.160 1.160
        Ferðamannaleiðir 1.050 1.100 1.100
        Girðingar 262 300 350
        Landsvegir utan grunnnets 397 400 400
        Safnvegir 1.178 1.200 1.200
        Styrkvegir 235 240 260
        Reiðvegir 183 200 220
    Samtals utan grunnnets 6.578 6.760 6.870
    Afborgun skuldar frá 1999 0 -500 0
Stofnkostnaður samtals 33.961 29.685 27.806
Gjöld alls 58.885 56.445 55.756
4.     ÁÆTLUN UM HELSTU FRAMKVÆMDIR Í GRUNNNETI

    Helstu framkvæmdum í grunnneti skal raðað á tímabil eins og hér er gerð grein fyrir:

Flug.
Flugvellir í grunnneti 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil
2003–2006 2007–2010 2011–2014
millj. kr. millj. kr. millj. kr.
Samtals framkvæmdakostnaður 732 652 425
Reykjavík 322 319 278
Akureyri 166 67 6
Egilsstaðir 31 87 0
Vestmannaeyjar/Bakki 96 96 40
Ísafjörður/Þingeyri 92 47 47
Sauðárkrókur 0 5 18
Hornafjörður 5 0 10
Bíldudalur 20 3 26
Þórshöfn 0 28 0

Hafnir.
Hafnir í grunnneti 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil
2003–2006 2007–2010 2011–2014
millj. kr. millj. kr. millj. kr.
Akranes 131
Snæfellsbær (Rif og Ólafsvík) 148
Grundarfjörður 18
Stykkishólmur 22
Vesturbyggð (Patreksfjörður) 143
Ísafjarðarbær (Ísafjörður) 202
Bolungarvík 97
Skagaströnd 10
Skagafjörður (Sauðárkrókur) 16
Siglufjörður 94
Hafnasamlag Eyjafjarðar (Dalvík og Ólafsfjörður) 84
Hafnasamlag Norðurlands (Akureyri) 152
Húsavík 208
Raufarhöfn 10
Þórshöfn 213
Vopnafjörður 161
Seyðisfjörður 98
Fjarðabyggð (Neskaupstaður, Eskifjörður og Reyðarfjörður) 845
Fáskrúðsfjörður 24
Djúpivogur 31
Hornafjörður 295
Vestmannaeyjar 412
Þorlákshöfn 331
Grindavík 598
Sandgerði 2
Reykjanesbær 65
Samtals 4.410 2.320 2.320
Viðskiptahreyfingar -186
Óskipt til slysavarna o.fl. 48 80 80
Hafnir í grunnneti alls, þrjú fjögurra ára tímabil 4.272 2.400 2.400

Vegir.
Verkefni á höfuðborgarsvæði.
Nafn vegar 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil
    Heiti verkefnis 2003–2006 2007–2010 2011–2014
millj. kr. millj. kr. millj. kr.
Hringvegur
    Tengingar við Norðlingaholt 300
    Gatnamót við Breiðholtsbraut 120
    Breikkun, Breiðholtsbraut–Nesbraut 400
    Gatnamót við Nesbraut 400
    Breikkun, Víkurvegur–Skarhólabraut 500
    Gatnamót við Hallsveg 10 490
    Gatnamót við Korpúlfsstaðabraut 500
    Breikkun, Skarhólabraut–Langitangi 220
    Breikkun í Ullarnesbrekku 100
Hafnarfjarðarvegur
    Gatnamót við Listabraut 480 220
    Breikkun, Fossvogur–Arnarnesvegur 156 314
    Gatnamót við Nýbýlaveg 50
Reykjanesbraut
    Laugarnesvegur–Dalbraut 180
    Gatnamót við Skeiðarvog 500
    Gatnamót við Bústaðaveg 500
    Gatnamót við Stekkjarbakka 670
    Gatnamót við Breiðholtsbraut 96
    Fífuhvammsvegur–Kaplakriki, breikkun 900
    Arnarnesvegur, gatnamót 500
    Vífilsstaðavegur, gatnamót 400
    Urriðaholtsvegur, gatnamót 300
    Álftanesvegur–Lækjargata 50 850
    Kaplakriki–Krýsuvíkurvegur 400 800
Nesbraut
    Kringlumýrarbraut–Bjarkargata 1.000 1.300 500
Hlíðarfótur
    Hringbraut–Flugstöð 100 280
Elliðavatnsvegur
    Kópavogur–Hafnarfjörður 100
Arnarnesvegur
    Reykjanesbraut–Breiðholtsbraut 100 300 300
Vífilsstaðavegur
    Hafnarsvæði–Hafnarfjarðarvegur 70
Breiðholtsbraut
    Við Arnarnesveg 60
Álftanesvegur
    Hafnarfjarðarvegur–Bessastaðavegur 500
Úlfarsfellsvegur
    Hringvegur–Hafravatnsvegur 258
Hallsvegur
    Hringvegur–Víkurvegur 160
Sundabraut
    Sæbraut–Geldinganes 500 800 2.500
Göngubrýr og undirgöng 240 240 240
Umferðarstýring 100
Smærri verk og ófyrirséð 240 300 400
Samtals 5.986 7.246 7.762

Verkefni á landsbyggð.
Heiti verkefnis 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil
2003–2006 2007–2010 2011–2014
millj. kr. millj. kr. millj. kr.
Þjórsá 86
Bræðratunguvegur 80 520 80
Gjábakkavegur 112 338
Hringvegur, Reykjavík–Hveragerði 100 500
Reykjanesbraut, Hafnarfjörður–Keflavík 1.100 1.500 1.600
Suðurstrandarvegur 100 500
Hvalfjarðartengingar 240 120
Hringvegur um Stafholtstungur 300 290
Hálsasveitarvegur að Húsafelli 160
Fróðárheiði 100
Snæfellsnesvegur um Kolgrafarfjörð 700 160
Vestfjarðavegur, Brattabrekka, Svínadalur 170 100
Vestfjarðavegur, Bjarkarlundur–Flókalundur 800 800 1.000
Hólmavíkurvegur eða Tröllatunguvegur 400 500
Ísafjarðardjúp 700 800 400
Djúpvegur, Súðavík–Bolungarvík 50 50 104
Hringvegur um Norðurárdal í Skagafirði 440 280
Siglufjarðarvegur 25
Þverárfjallsvegur 50 191 300
Lágheiði 50
Hringvegur á Mývatnsheiði 200
Tenging Norðurland–Austurland 480 190
Skjálfandafljót 500
Norðausturvegur, Húsavík–Þórshöfn 900 950 950
Kísilvegur 100 240
Hringvegur á Austurlandi 450 400 400
Hringvegur um Bragðavallahóla 220
Lagarfljót 700
Hornafjarðarfljót 200 400
Jökulsá á Breiðamerkursandi 50 50
Brýr í Öræfum 150
Norðausturvegur, Þórshöfn–Bakkafjörður 270
Norðausturvegur, Hringvegur–Vopnafjörður 100 850
Breikkun brúa á Suðurlandi 130 100 200
Breikkun brúa á Vesturlandi 100 100
Breikkun brúa á Norðurlandi vestra 137 100 100
Breikkun brúa á Norðurlandi eystra 100
Breikkun brúa á Austurlandi 50
Samgöngurannsóknir 40 40 40
Skuldir, skuldbindingar og óráðstafað 250 200
Samtals 8.100 9.319 8.914

Viðbótarfé til eflingar atvinnutækifæra.
Heiti verkefnis 1. tímabil 2. tímabil 3. tímabil
Vegnr.    Vegheiti 2003–2006 2007–2010 2011–2014
Kaflanr.    Kaflaheiti millj. kr. millj. kr. millj. kr.
a) Verkefni á höfuðborgarsvæðinu 1.000
    1         Hringvegur
         f3        Víkurvegur–Skarhólabraut, breikkun 100
    41         Reykjanesbraut
         12–13    Fífuhvammsvegur–Kaplakriki, breikkun 400
         13–14    Kaplakriki–Lækjargata 100
    49         Nesbraut
         04        Kringlumýrarbraut–Bjarkargata 300
    411         Arnarnesvegur
         05        Reykjanesbraut–Elliðavatnsvegur 100
b) Verkefni á norðaustursvæðinu 1.000
    85         Norðausturvegur
         07–09    Breiðavík–Bangastaðir 370
         13–14    Um Núpasveit 200
    1         Hringvegur
         s1–s7    Biskupsháls–Skjöldólfsstaðir 300
    85         Norðausturvegur
         31        Sýslumörk–Finnafjarðará 130
c) Suðurstrandarvegur, Hellisheiði og Gjábakkaleið
    I)     Suðurstrandarvegur 500
    427         Suðurstrandarvegur
         02–13    Grindavík–Þorlákshafnarvegur 500
    II)     Hellisheiði 200
    1         Hringvegur á Hellisheiði
        d8–d9    Hellisheiði 200
    III)     Gjábakkavegur 200
    365         Gjábakkavegur
         01        Laugarvatnsvegur–Þingvallavegur 200
d) Vegagerð á Vestfjörðum og á Þverárfjallsvegi
    I)     Verkefni á Vestfjörðum 1.000
    60         Vestfjarðavegur
         29–31    Bjarkarlundur–Flókalundur 400
    61         Djúpvegur
         09–10    Steinadalsvegur–Tröllatunguvegur 100
         31–34    Gilseyri–Eiði 500
    II)     Þverárfjallsvegur 200
    744         Þverárfjallsvegur
         01        Skagastrandarvegur–Skúfur 200
e) Göng undir Almannaskarð 500
    1         Hringvegur
         v5        Um Almannaskarð 500
Samtals 4.600

Samþykkt á Alþingi 13. mars 2003.