Þjóðgarðar og friðlýst svæði

Miðvikudaginn 28. janúar 2004, kl. 18:11:05 (3579)

2004-01-28 18:11:05# 130. lþ. 52.9 fundur 426. mál: #A þjóðgarðar og friðlýst svæði# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., KolH
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur, 130. lþ.

[18:11]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Frú forseti. Ég vil aðeins hægja hér á ferðinni og segja í þessari umræðu að Náttúruvernd ríkisins hefur ævinlega leitast við að hafa sem öflugast, best og mest samstarf við heimamenn varðandi þjóðgarða á Íslandi. Það hefur gengið misbrösuglega. Náttúruvernd ríkisins hefur verið lögð niður og er nú deild í Umhverfisstofnun. Það er fagstofnunin okkar sem samkvæmt lögum á að annast faglega umsjón þjóðgarðanna.

Ég vara við þeirri umræðu sem hér er að fara í gang vegna þess að þó svo að við viljum öll efla atvinnu sem fólk getur haft af þjóðgörðunum og efla styrk heimabyggða í sambandi við þjóðgarðana, þá er ekki endilega komið að því að fara að búa til einhverja nýja stofnun eða skilja Umhverfisstofnun eftir með kannski aðeins einn lítinn þjóðgarð, Snæfellsjökul. Það er búið að gera nóga aðför að Náttúruvernd ríkisins að ekki sé farið að tala hér um það nánast að leggja hana niður.