Áherslur í byggðamálum

Mánudaginn 02. febrúar 2004, kl. 15:46:06 (3703)

2004-02-02 15:46:06# 130. lþ. 54.1 fundur 278#B áherslur í byggðamálum# (óundirbúin fsp.), JÁ
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 130. lþ.

[15:46]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Það er alltaf vont ef einhver misskilningur er á ferðinni. Mér finnst hins vegar ekki neinn misskilningur fólginn í að sjá hvernig þessir fjármunir hafa dreifst á landið. Það þarf ekki að fara lengi yfir málin til að sjá hversu mikið hefur hallað á hvað byggðamál varðar á undanförnum árum.

Ég hef ekki verið að biðja um að ekki verði farið faglega í málin en það hlýtur að vera hægt að úthluta faglega fjármunum á þetta landsvæði alveg eins og norðausturhluta landsins. Ég veit ekki betur en að margir tugir fyrirtækja hafi sótt um, t.d. í þessu verkefni þó að ég ætli ekki að gera það að aðalatriði málsins. Aðalatriðið er að menn komi auga á þann vanda sem uppi er og taki á honum. Ég skora á hæstv. ráðherra að láta virkilega til sín taka. Hún mætti hafa orð tilvonandi forsrh. til viðmiðunar hvað það varðar, að nú sé komið að þessum hluta landsins.