Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra

Mánudaginn 09. febrúar 2004, kl. 16:26:01 (3959)

2004-02-09 16:26:01# 130. lþ. 60.3 fundur 552. mál: #A Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra# (gjaldtaka o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 130. lþ.

[16:26]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Varðandi þetta mál endurtek ég það sem ég sagði í svari mínu við fyrirspurn hv. þingmanns, við munum skoða málið í tengslum við fjárlagavinnuna. Hún er að sjálfsögðu á vettvangi ríkisstjórnarinnar og síðan sér fjárlagafrv. dagsins ljós að hausti. Það er mitt hlutverk að forgangsraða málum innan míns fjárlagaramma.

Ég hlýt að skoða þetta mál með tilliti til þeirra áherslna sem ég flutti hér áðan. Mér finnst það vera meðal þess sem við þurfum að skoða í tengslum við breytingar eða ný verkefni. Það tengist þeirri forgangsröð og þeim fjármunum sem við höfum til úrlausnar en þá vinnu verð ég, samkvæmt eðli máls, að vinna á ríkisstjórnarvettvangnum og síðan kemur það mál til þingsins að vanda.