Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra

Mánudaginn 09. febrúar 2004, kl. 16:28:57 (3961)

2004-02-09 16:28:57# 130. lþ. 60.3 fundur 552. mál: #A Þjónustu- og endurhæfingarstöð sjónskertra# (gjaldtaka o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 60. fundur, 130. lþ.

[16:28]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Hv. 2. þm. Reykv. s. er reyndur þingmaður. Hún raðaði málinu hér hér upp í lokin á ræðu sinni. Ég endurtek það sem ég sagði að ég vil skoða þetta mál jákvætt. Við eigum samt eftir að fara yfir það hvaða möguleika við höfum til þess að sinna því. Samkvæmt eðli máls fer fjárlagavinnan fram á þessum mánuðum og við eigum eftir að fara yfir það hvaða nýjum verkefnum við getum sinnt í tryggingakerfinu. Ég tel að þetta mál sé þannig vaxið að það þurfi að skoðast. Við munum fara yfir það án þess að ég vilji segja hér og nú að lausn liggi fyrir.