Laganám

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 11:02:56 (4117)

2004-02-12 11:02:56# 130. lþ. 63.3 fundur 216. mál: #A laganám# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., KHG
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[11:02]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Það kom skýrt fram í máli hæstv. ráðherra að það var mat ráðherrans að ekki væri rétt að beita sér fyrir því að samræma kröfur um nám í tilteknum greinum eins og lögfræði. Ég hlýt að benda á að það verður að gera ákveðnar kröfur um þekkingu og færni til að menn geti borið titil af gráðu sem hér um ræðir og í því felst að einhver samræming verður að vera fyrir hendi.

Í öðru lagi hlýtur ríkið sem fjármagnar og kostar námið að mestu leyti og ræður til starfa margt af því fólki sem menntar sig, hvort sem það er til lögfræði eða kennslu, að gera kröfur og hafa skoðun á því hvaða þekkingu og færni þeir einstaklingar eiga að búa yfir sem fara í gegnum námið. Ríkið hlýtur að setja kröfur um færni og þekkingu t.d. til dómarastarfa. Þess vegna geta menn ekki tekið hvaða próf sem er jafngilt ef ekki er litið til samræmingar á neinn hátt.