Greiðsla fæðingarstyrks

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 14:14:30 (4192)

2004-02-12 14:14:30# 130. lþ. 63.20 fundur 321. mál: #A greiðsla fæðingarstyrks# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[14:14]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon):

Hæstv. forseti. Ég lýsti því áðan í svari mínu til hv. þm. Margrétar Frímannsdóttur að ég væri tilbúinn að skoða allar ábendingar og það sem betur mætti fara varðandi framkvæmd þessarar reglugerðar og stend að sjálfsögðu við þau orð.

Nú hefur hv. þm. upplýst að því máli sem hún hefur vísað sérstaklega til hafi verið áfrýjað, þá væntanlega til úrskurðarnefndar um fæðingar- og foreldraorlofssjóð. Það mál fær afgreiðslu þar eins og eðlilegt er. Ég ítreka hins vegar vilja minn til að fara yfir ákvæði reglugerðarinnar ef það mætti verða til að tryggja sem besta framkvæmd hennar í framtíðinni.