Rafræn stjórnsýsla

Fimmtudaginn 12. febrúar 2004, kl. 15:00:40 (4207)

2004-02-12 15:00:40# 130. lþ. 63.23 fundur 554. mál: #A rafræn stjórnsýsla# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., SJS
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 130. lþ.

[15:00]

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Úr því að hér er á dagskrá fyrirspurn sem tengist nýtingu hinnar rafrænu tækni og rafrænna möguleika í stjórnsýslu á vegum dómsmrn. kemst ég ekki hjá því að vekja athygli á einu þessu tengdu. Í skýrslu sem hæstv. dómsmrh. skilaði að beiðni okkar, þingmanna Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs og Frjálsl., um framkvæmd alþingiskosninga sl. vor var því einfaldlega svarað stutt og laggott að dómsmrn. hefði ekki skoðað möguleikana á að nýta rafræna tækni, t.d. rafrænar kjörskrár eða rafræna kjörstaði í þágu framkvæmdar kosninga í landinu. Ég tel það mjög miður. Ég tel t.d. að rafrænir kjörstaðir í stærstu Íslendingabyggðum erlendis gætu verið alveg upplagt mál til að leyfa landsmönnum sem búsettir eru tímabundið erlendis að nýta atkvæðisrétt sinn. Sömuleiðis eru kostir þess að hafa rafrænar kjörskrár augljósir því að þá er hægt að uppfæra þær jafnóðum.

Ég hlýt að vekja athygli á þessu atriði í tengslum við umræður dagsins. Að þessu leyti hefur dómsmrn. a.m.k. ekki verið mjög framsækið.