Loðnuveiðar

Mánudaginn 16. febrúar 2004, kl. 15:28:44 (4242)

2004-02-16 15:28:44# 130. lþ. 64.1 fundur 324#B loðnuveiðar# (óundirbúin fsp.), sjútvrh.
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 130. lþ.

[15:28]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen):

Herra. forseti. Eins og ég sagði áðan er verið að athuga samspil loðnunnar við aðra fiskstofna við Ísland á vegum Hafrannsóknastofnunar eins og er. Út af fyrir sig má segja að athugasemdir hv. þm. séu ágætt innlegg í þá umræðu.

Hins vegar má segja að sú viðbót sem segja má að sé fyrirsjáanleg leiði til þess að heildarkvótinn verði nálægt 800 þús. tonnum. Það liggur eiginlega nærri að það sé í samræmi við bráðabirgðakvóta sem gefinn var út síðasta vor og byggðist á mælingum á ungloðnu í apríl sl., reyndar á mjög óhefðbundnum tíma. Það var mæling sem menn höfðu áhyggjur af vegna þess að það er ekki mikil reynsla af því að mæla á þessum tíma. Það lætur þó mjög nærri að þær niðurstöður sem þá fengust séu réttar miðað við þá mælingu á loðnustofninum sem fengist hefur nú í janúar og febrúar. Það er út af fyrir sig athyglisvert innlegg í umræður um rannsóknir og stofnstærðarmælingar á loðnunni.