Útboð á fjarskiptaþjónustu

Mánudaginn 16. febrúar 2004, kl. 15:36:34 (4247)

2004-02-16 15:36:34# 130. lþ. 64.1 fundur 325#B útboð á fjarskiptaþjónustu# (óundirbúin fsp.), ÁF
[prenta uppsett í dálka] 64. fundur, 130. lþ.

[15:36]

Ásgeir Friðgeirsson:

Virðulegi forseti. Það er rétt að hér á landi hvílir ekki skylda á hinu opinbera að bjóða út fjarskiptaþjónustu og eftir því sem ég best veit er það eina landið í Evrópu eða innan Evrópska efnahagssvæðisins sem svo er fyrir komið. Ég held að það sé jafnvel ástæða til að endurskoða það og setja í lög að fjmrh. beri að fara vel með það fé sem honum er treyst fyrir hvað þetta varðar.

Það kom fram í svari hæstv. ráðherra að mál þetta sé í skoðun. Ég vil bara minna á það að tíminn kostar peninga. Í þrjú ár hefur verið möguleiki á að bjóða út fjarskiptaþjónustu hins opinbera og miðað við þær tölur sem ég nefndi áðan þá er þar hugsanlega einn milljarður sem hafi farið fyrir borð á þessum árum. Það má nýta þá peninga til annarra hluta.