Verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu

Þriðjudaginn 24. febrúar 2004, kl. 18:09:51 (4588)

2004-02-24 18:09:51# 130. lþ. 70.3 fundur 564. mál: #A verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu# (heildarlög) frv., SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 130. lþ.

[18:09]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Mörður Árnason líkir Mývatnssvæðinu við Öxará, Gullfoss og Geysi. Hæstv. umhvrh. hefur tekið undir sérstöðu svæðisins. Í framhaldi af því er rétt að spyrja hv. þm. hvort það megi beita sömu röksemdafærslu og hæstv. umhvrh. notar á fleiri svæði, t.d. hvort telja megi nauðsyn á að fara út í umhverfismat á Öxará og Gullfossi. Mætti beita sömu röksemdafærslu á þeim svæðum og beitt er í þessu máli?

Ég get tekið undir það að ég átta mig ekki á röksemdafærslu hæstv. ráðherra hvað varðar umhverfismatið.