Yrkisréttur

Þriðjudaginn 02. mars 2004, kl. 14:55:42 (4757)

2004-03-02 14:55:42# 130. lþ. 74.5 fundur 613. mál: #A yrkisréttur# (EES-reglur, plöntuyrki o.fl.) frv., landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 74. fundur, 130. lþ.

[14:55]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þekki ekki hvort einhverjar plöntur eru á válista samkvæmt frv. Ég hef reynt að skýra að þetta er framhald af EES-samningunum sem ég rakti í ræðu minni og er vel rakið í frv.

Hæstv. forseti. Ef þingheimur vill get ég flutt frv. á nýjan leik og lesið skýringargreinar við það, ef menn eru það tornæmir og treysta sér ekki til að senda málið til nefndar. Frumvarpið er ekki orðið að lögum, verið er að leggja það fram til umfjöllunar í þinginu og vísa því til nefndar til að þar fari fram sú fagvinna sem við þekkjum og er gjarnan vel unnin í þinginu.

Þetta er, eins og ég sagði áðan, flókið mál og sértækt en snýr að íslenskum aðstæðum og að við höfum þar okkar stöðu eins og aðrar þjóðir sem aðilar eru að þeim samningi. Ég sagði áðan að við hefðum sótt um aðild að samningi en værum ekki orðin aðilar. Frumvarpið er lagt fram sem frv. til vinnslu og þannig legg ég það fram og tel að margt sé auðskiljanlegt í því og ekkert voðalega flókið þegar menn fara að skoða það eins og ég rakti áðan í ræðu minni.