Textun

Fimmtudaginn 04. mars 2004, kl. 13:30:23 (4912)

2004-03-04 13:30:23# 130. lþ. 77.3 fundur 386. mál: #A textun# frv., KHG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 77. fundur, 130. lþ.

[13:30]

Kristinn H. Gunnarsson (andsvar):

Herra forseti. Hér komu fram fróðlegar upplýsingar um fjölda þeirra sem málið snertir. 29 þúsund manns eða 10% þjóðarinnar og undir þetta gætu fallið um 40 þúsund manns ef taldir eru með þeir sem búa við minni heyrnarskerðingu. Það væru þá um 12--13%.

Ég hygg að þetta séu afar sterk rök fyrr málinu. Ég bendi til samanburðar á að sérstök lög um málefni fatlaðra hafa verið í mjög mörg ár. Þau ná aðeins til um 1--2% þjóðarinnar þannig að hér er um að ræða margfalt stærri hóp, tíu sinnum stærri hóp en snertir málefni fatlaðra. Ég hygg að það séu mjög sterk rök og veigamikil málinu til stuðnings.