Atvinnumál kvenna

Miðvikudaginn 10. mars 2004, kl. 18:08:20 (5154)

2004-03-10 18:08:20# 130. lþ. 81.8 fundur 698. mál: #A atvinnumál kvenna# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., JÁ
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 130. lþ.

[18:08]

Jóhann Ársælsson:

Hæstv. forseti. Ég tel fulla ástæðu til að gera átak, eitthvað í þá veru sem hæstv. ráðherra nefndi, en ég tel að velja þurfi verkefnin með tilliti til þess hvernig þau gagnist þá konum best. Ég vil meina að t.d. séu mörg verkefni í ferðaþjónustu sem geti komið þar til greina og ég hvet eindregið til þess að þannig verði að málum staðið að menn velji verkefnin út frá því.

Síðan er annað líka sem menn þurfa að hafa í huga og það er atvinnuástandið á landinu. Það er ekki eins alls staðar. Og það verður auðvitað að stjórna Byggðastofnun. Þótt hæstv. ráðherra segist ekki hafa afskipti af Byggðastofnun eða afgreiðslum hennar vita allir menn að það þarf einhvers konar stefnumörkun fyrir því hvað Byggðastofnun gerir. Og Byggðastofnun er ekki eitthvert blint bákn sem fer bara í einhverja átt, heldur fer hún þangað sem menn hafa ákveðið að hún eigi að fara.