Varnir gegn mengun hafs og stranda

Fimmtudaginn 11. mars 2004, kl. 15:35:24 (5254)

2004-03-11 15:35:24# 130. lþ. 82.5 fundur 162. mál: #A varnir gegn mengun hafs og stranda# (heildarlög) frv., Frsm. SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 130. lþ.

[15:35]

Frsm. umhvn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Herra forseti Ég hef ekki á takteinum svör við þessum spurningum um kostnað að öðru leyti en því sem kemur fram í skýringum með frv. Þar segir að lagt sé til að umhvrh. skuli í samvinnu við Umhverfisstofnun, samgrh., Hafnasamband sveitarfélaga og heilbrigðisnefndir gera áætlun um hreinsun stranda og hafnasvæða í þessu tilviki og um kostnað er af því leiðir. Skal áætlunin liggja fyrir eigi síðar en 1. júlí 2005 og koma til framkvæmda hálfu ári síðar og skal hreinsun lokið fyrir árslok 2008.

Hvað snertir hið hörmulega skipsstrand sem þingmaðurinn nefndi og við höfum verið að fylgjast með síðustu dægrin þá tekst vonandi að koma skipinu á flot. En enginn veit í dag hvernig það endar.