Varnir gegn mengun hafs og stranda

Fimmtudaginn 11. mars 2004, kl. 15:41:31 (5257)

2004-03-11 15:41:31# 130. lþ. 82.5 fundur 162. mál: #A varnir gegn mengun hafs og stranda# (heildarlög) frv., KÓ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 130. lþ.

[15:41]

Kjartan Ólafsson (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka þá umræðu sem hefur átt sér stað um frv. Ástæða þess að ég kem í pontu er fyrst og fremst orð hv. þm. Atla Gíslasonar um þennan fulltrúa. Hann kemst svo að orði að atvinnurekendur og náttúruverndarsamtök séu andstæður. Ég vil fara örfáum orðum um það.

Ég held að ekki sé sjálfgefið að atvinnurekendur og náttúruverndarsinnar séu andstæðir pólar. Fjölmörg fyrirtæki hér í landi leggja sem betur fer mikla vinnu og mikla fjármuni í málefni náttúruverndar. Mörg fyrirtæki leggja mikið upp úr náttúruvernd annars vegar af fúsum og frjálsum vilja og vegna lagaramma. Þess vegna stend ég upp til að mótmæla því að við stillum þessum hlutum upp sem andstæðum. Ég held að þarna fari hagsmunir og vilji okkar íslensku þjóðar saman. Atvinnurekendur vilja vera náttúrunni hliðhollir.