Hættumat fyrir sumarhúsabyggð

Miðvikudaginn 17. mars 2004, kl. 18:30:23 (5471)

2004-03-17 18:30:23# 130. lþ. 85.7 fundur 593. mál: #A hættumat fyrir sumarhúsabyggð# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., Fyrirspyrjandi SigurjÞ
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 130. lþ.

[18:30]

Fyrirspyrjandi (Sigurjón Þórðarson):

Frú forseti. Fram kom í máli hæstv. ráðherra að ekkert sé því til fyrirstöðu að þeir sem hyggja á að fara út í atvinnuuppbyggingu geti gert það á eigin kostnað. En nú stendur óvart --- eða líklegast ekki óvart, það hefur verið sett með vilja --- að þetta skuli greiðast af Ofanflóðasjóði. Er þá ekki rétt að breyta reglunum áður en menn fara að breyta framkvæmdinni? Mér hefði fundist það miklu eðlilegri stjórnsýsla. Menn fara ekki að túlka reglur og lög með einum hætti frá mánuði til mánaðar. Ef menn ætla að fara í breytta framkvæmd og hætta að greiða það sem Ofanflóðasjóði ber að greiða samkvæmt lögunum á auðvitað að breyta lögunum fyrst og fara síðan að vinna út frá nýjum lögum. Ég botna í rauninni ekkert í þessari framkvæmd að menn geti bara hætt að vinna eftir lögunum og hætt að úthluta.

Einnig ber að taka fram í málinu að hér er ekki um dýrt mat að ræða. Þetta er frekar ódýr vinna sem kannski tekur örfáa daga yfirleitt og ég átta mig eiginlega ekki á því hver stefna hæstv. ráðherra er í málinu. Er þetta stefna gagnvart dreifbýlinu sem birtist m.a. í fleiri málum, svo sem að skera einhliða niður framlög til minka- og refaveiða? Ég átta mig ekki á því hvað er verið að fara.

Ég hefði talið miklu nær að menn breyti lögunum áður en menn fara að breyta framkvæmdinni.