Vernd votlendis samkvæmt Ramsar-samþykktinni

Miðvikudaginn 17. mars 2004, kl. 18:39:25 (5476)

2004-03-17 18:39:25# 130. lþ. 85.8 fundur 679. mál: #A vernd votlendis samkvæmt Ramsar-samþykktinni# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., Fyrirspyrjandi MÁ
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 130. lþ.

[18:39]

Fyrirspyrjandi (Mörður Árnason):

Ég þakka svörin. Þau eru nokkuð greið, sérstaklega svörin um að verndaráætlun um Mývatns- og Laxársvæðið verði tilbúin á næsta ári. Hún hefði nefnilega þurft að vera tilbúin helst á þessu ári og helst í vor. Þess er þá að vænta að umhvn. muni í umfjöllun sinni um hið tvöfalda frv. hæstv. umvhrh., annars vegar frv. um þrengingu verndarsvæðis og hins vegar um virkjunarákvæðið, kalla eftir drögum að áætluninni um svæðið sem nú er til.

Varðandi Þjórsárver er auðvitað ekki hægt annað en að gleðjast yfir því að sú vinna skuli ganga vel. Það er vel kannað svæði í sjálfu sér og ekki að efa að Umhverfisstofnun hafi rétt fyrir sér.

Með Grunnafjörð stendur það sem sé til bóta innan þriggja ára að gerð verði verndaráætlun. Ég þakka svörin en fullvissa mig jafnframt um það að sú fjárveiting sem nú er til reiðu fyrir verndaráætlun um Mývatn og Laxá til Umhverfisstofnunar nægi, ásamt þeirri fjárveitingu sem fram kom í svari hæstv. umhvrh. að tryggð hefur verið til stofnunarinnar á næsta ári fyrir verndaráætlunina um Mývatn og Laxá.