Tekjuskattur og eignarskattur

Mánudaginn 22. mars 2004, kl. 15:23:49 (5568)

2004-03-22 15:23:49# 130. lþ. 87.12 fundur 750. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (dótturfélög sparisjóða, viðmiðunarfjárhæðir o.fl.) frv., ÖS
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 130. lþ.

[15:23]

Össur Skarphéðinsson:

Hæstv. forseti. Frumvarpið sem hér er lagt fram felur í sér breytingar á 1. og 3. gr. sem mér finnast ákaflega skynsamlegar og tel ekki að muni leiða til nokkurs ágreinings. En mig langar í tilefni af 2. gr. að spyrja hæstv. ráðherra hvort það séu mörg tilefni fyrir hendi sem gera það að verkum að nauðsynlegt er að hnykkja sérstaklega á skyldu lögreglunnar með þessum hætti í lögum.