Ábúðarlög

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 15:10:31 (5783)

2004-03-30 15:10:31# 130. lþ. 90.3 fundur 782. mál: #A ábúðarlög# (heildarlög) frv., DrH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[15:10]

Drífa Hjartardóttir (andsvar):

Virðulegur forseti. Það getur vel verið að ég hafi misskilið hv. þm. eitthvað, en mér fannst ég lesa þetta úr ræðu hennar. Ábúðarlögin geta einmitt rýmkað fyrir því að landeigandi geti sett jörð sína í ábúð sem hefur verið mjög íþyngjandi og sveitarstjórnir hafa ekki treyst sér til að ganga í þau mál. Sveitarstjórnir hafa, eins og við ræðum um á eftir varðandi jarðalögin, ekki nýtt sér forkaupsréttinn nema í örfáum tilvikum vegna þess að það er kaupréttur og kaup og sala manna á milli. Það er sama með ábúðarlögin, verið er að færa þetta meira í frjálsræðisátt þannig að hægt er að vinna þetta meira með samkomulagi milli jarðareigenda og ábúenda.