Ábúðarlög

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 15:11:38 (5784)

2004-03-30 15:11:38# 130. lþ. 90.3 fundur 782. mál: #A ábúðarlög# (heildarlög) frv., AKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[15:11]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg rétt hjá hv. þm. Drífu Hjartardóttur að verið er að gera ákveðnar breytingar sem kunna að liðka fyrir nýtingu á jörðunum. Hins vegar er verið að taka af þennan varnagla sem var í höndum sveitarfélaganna og hægt að gera breytingar á samskiptum eiganda og ábúanda án þess að taka hann af. Fulltrúar í sveitarstjórn eru kosnir til að gæta almannahagsmuna og ég sé ekki nokkra þörf á því að taka af þeim þessi ráð sem þeir hafa samkvæmt fyrri lögum. Það má alveg endurskoða þau ákvæði sem lúta að sveitarfélögunum án þess að taka af þeim öll ráð.