Þróunarsjóður sjávarútvegsins

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 18:15:38 (5825)

2004-03-30 18:15:38# 130. lþ. 90.5 fundur 786. mál: #A Þróunarsjóður sjávarútvegsins# (afnám gjalda) frv., MÞH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[18:15]

Magnús Þór Hafsteinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Að sjálfsögðu er það kvótakerfið. Það veldur því að menn hafa t.d. verið að hegða sér með þessum hætti. Menn hafa verið að stunda kvótasvindl og verið að henda fiski og það hefur gert alla fiskveiðistjórn mjög ómarkvissa og í raun og veru út í hött. Það eru allar veiðitölur meira og minna kolvitlausar. Þetta blindar menn í fiskveiðistjórn. Þeir hafa ekki nógu góð gögn í höndunum til þess að bregðast við því sem kemur á land og stjórna veiðum. Þarna liggur hundurinn grafinn. Mér finnst skrýtið að menn skilji þetta ekki. Það er fyrst og fremst kvótakerfið.