Samvinna Vestur-Norðurlanda í heilbrigðismálum

Þriðjudaginn 30. mars 2004, kl. 19:03:51 (5845)

2004-03-30 19:03:51# 130. lþ. 90.10 fundur 571. mál: #A samvinna Vestur-Norðurlanda í heilbrigðismálum# þál. 14/130, Frsm. SP
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 130. lþ.

[19:03]

Frsm. utanrmn. (Sólveig Pétursdóttir):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nál. utanrmn. á þskj. 1232. Þetta er mál nr. 571, till. til þál. um samvinnu Vestur-Norðurlanda í heilbrigðismálum.

Með tillögunni er lagt til að ríkisstjórninni, í samvinnu við landsstjórnir Færeyja og Grænlands, verði falið að vinna að aukinni samvinnu í heilbrigðismálum á Vestur-Norðurlöndum og að leita leiða til að löndin geti samnýtt krafta sína. Þá er lagt til að heilbrigðisyfirvöld gefi árlega út skýrslu um samstarfið.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Birgi Ármannsson, formann Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins.

Tillagan byggist á ályktun Vestnorræna ráðsins nr. 1/2003 sem samþykkt var á ársfundi þess sem haldinn var 14.--16. ágúst 2003 og leggur nefndin til að hún verði samþykkt.

Drífa Hjartardóttir, Magnús Stefánsson og Ágúst Ólafur Ágústsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nál. skrifa hv. þm. Sólveig Pétursdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Jónína Bjartmarz, Rannveig Guðmundsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Einar K. Guðfinnsson.