Afgreiðsla þingmannamála úr nefndum o.fl.

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 13:49:50 (5857)

2004-03-31 13:49:50# 130. lþ. 91.91 fundur 445#B afgreiðsla þingmannamála úr nefndum o.fl.# (aths. um störf þingsins), Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 130. lþ.

[13:49]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess, vegna umræðunnar sem hér hefur farið fram, að ábendingar um verklag og vinnulag í nefndum snýr að nefndunum sjálfum og formanni og varaformanni og nefndarfólki. Aðrar ábendingar lúta að breytingum á þingsköpum og ber að taka upp á þeim vettvangi.

Forseti vill enn fremur vekja athygli hv. þingmanna á yfirliti um stöðu þingmála þar sem glöggt kemur fram hver hefur verið staða þeirra, bæði stjórnarfrumvarpa og þingmannafrumvarpa. Þingmenn geta glöggvað sig á stöðu þeirra.