Byggðakjarnar

Miðvikudaginn 31. mars 2004, kl. 15:29:08 (5904)

2004-03-31 15:29:08# 130. lþ. 92.8 fundur 704. mál: #A byggðakjarnar# fsp. (til munnl.) frá iðnrh., AKG
[prenta uppsett í dálka] 92. fundur, 130. lþ.

[15:29]

Anna Kristín Gunnarsdóttir:

Frú forseti. Það er að heyra á orðum hæstv. ráðherra að mikið sé unnið í ráðuneytinu og kröftuglega. Hins vegar er þeim byggðarlögum sem í hlut eiga, til að mynda Ísafirði og byggðarlögum þar í kring, allsendis ókunnugt um hvað verið er að gera í ráðuneytinu og nú nýverið var kallað til neyðarfundar vestur á Ísafirði vegna ófremdarástands í atvinnumálum og slæmra horfa. Það er ansi mikið á skjön við þann veruleika sem ráðherra boðar þegar opinber þjónusta er stöðugt dregin saman á þeim svæðum sem þó eiga að heita uppbyggingarsvæði og eiga að njóta sérstakrar aðhlynningar.

Það er því miður ekki nóg að vinna sé í gangi ef vinnan gengur svo hægt að allt bendi til þess að tímabilið sem byggðaáætlun á að ná til verði runnið út áður en vinnunni er lokið.