Rannsókn flugslysa

Mánudaginn 05. apríl 2004, kl. 15:27:54 (6044)

2004-04-05 15:27:54# 130. lþ. 94.10 fundur 451. mál: #A rannsókn flugslysa# frv. 35/2004, ÁRJ (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 130. lþ.

[15:27]

Ásta R. Jóhannesdóttir (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil bara geta þess hér að við þingmenn Samf. í samgn. skrifuðum undir nál. með þessu máli með fyrirvara. Við stöndum að öllum brtt. sem nefndin hefur gert við frv. Aftur á móti teljum við að það þurfi að fara nánar yfir ákveðin atriði í málinu, sérstaklega 15. gr., um það að gögnum verði ekki fargað við ákveðnar aðstæður. Hv. formaður nefndarinnar hefur tekið undir það. Við óskuðum sem sagt eftir því að málið færi til nefndarinnar milli 2. og 3. umr. Við því var orðið og menn eru sammála um það þannig að ég vildi geta þess hér að við styðjum þær brtt. sem komnar eru en það er ekki ólíklegt að frekari breytingar þurfi að gera á málinu milli 2. og 3. umr.