Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

Mánudaginn 05. apríl 2004, kl. 18:47:01 (6085)

2004-04-05 18:47:01# 130. lþ. 94.15 fundur 849. mál: #A olíugjald og kílómetragjald o.fl.# (heildarlög) frv. 87/2004, KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 130. lþ.

[18:47]

Kristján L. Möller (andsvar):

Frú forseti. Mig langar við upphaf umræðu um það mál sem hæstv. fjmrh. hefur verið að fylgja úr hlaði að spyrjast fyrir um það vegna þess að í skýringum með frv. segir, með leyfi forseta:

,,Fjárhæð gjaldsins er ákvörðuð þannig að breyting á gjaldbyrði eigenda gjaldskyldra ökutækja verði í lágmarki.``

Spurning mín til hæstv. fjmrh. er þessi: Hefur verið sett upp reiknilíkan fyrir hinar ýmsu gerðir af bílum? Ég nefni sem dæmi leigubíla. Ég nefni sem dæmi vörubíla og þá ýmsar gerðir af vörubílum, jafnt gamla sem nýja, sparneytna. Ég nefni dæmi um bílakrana, tæki sem ekki er ekið mikið um en notar mikla olíu. Og ég tek sem dæmi götusópara, af því að þeir eru nú farnir af stað alla vega á nokkrum stöðum á landinu. Hefur þetta reiknimódel verið sett upp og getur hæstv. fjmrh. upplýst okkur um það við upphaf málsins hvernig það muni koma út fyrir hinar ýmsu tegundir af bílum sem ég hef nefnt?