Starfsumhverfi dagmæðra

Miðvikudaginn 14. apríl 2004, kl. 14:29:34 (6256)

2004-04-14 14:29:34# 130. lþ. 96.5 fundur 731. mál: #A starfsumhverfi dagmæðra# fsp. (til munnl.) frá félmrh., JGunn
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 130. lþ.

[14:29]

Jón Gunnarsson:

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Björgvini G. Sigurðssyni fyrir að koma með málið í sal Alþingis. Full ástæða er til að velta fyrir sér hvað gerist ef sú breyting verður að dagmæður fái einungis að hafa fjögur börn í stað fimm áður. Ástæðan fyrir því að ég kem upp er vegna þess að í svari hæstv. ráðherra kom fram að ekki væri gert ráð fyrir að tekjur dagforeldra við að taka fjögur börn í vistun mundu lækka frá því sem nú er þegar þeir eru með fimm börn. Óneitanlega sló þá sveitarstjórnarmannshjartað örlítið hraðar og ég fór að velta fyrir mér: Getur það verið að enn og aftur eigi að koma með einhverjar álögur á sveitarfélögin sem þau ráða engu um, eins og því miður hefur verið allt of mikið um í tíð núverandi ríkisstjórnar?