GuðjG f EKG, ÍGP f HjÁ, LS f KLM

Fimmtudaginn 15. apríl 2004, kl. 10:33:37 (6360)

2004-04-15 10:33:37# 130. lþ. 97.95 fundur 471#B GuðjG f EKG, ÍGP f HjÁ, LS f KLM#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 130. lþ.

[10:33]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Borist hafa þrjú bréf um fjarvistir þingmanna. Hið fyrsta er frá hv. 4. þm. Norðvest., Einari K. Guðfinnssyni, dagsett 14. apríl og hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður lista Sjálfstfl. í Norðaust., Guðjón Guðmundsson, Akranesi, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Virðingarfyllst,

Einar K. Guðfinnsson, 4. þm. Norðvest.``

Annað bréf frá hv. 6. þm. Suðurk., Hjálmari Árnasyni, dagsett 14. apríl, er svohljóðandi:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get ekki sótt þingfundi á næstu tveimur vikum óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður lista Framsfl. í Suðurk., Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.``

Undir bréfið ritar Hjálmar Árnason, 6. þm. Suðurk.

Guðjón Guðmundsson og Ísólfur Gylfi Pálmason hafa áður setið á Alþingi og eru boðnir velkomnir til starfa.

Þriðja bréfið sem borist hefur er frá 3. þm. Norðaust., Kristjáni L. Möller, og hljóðar svo:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur óska ég eftir því, með vísan til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Samf. í Norðaust., Lára Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Akureyri, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.

Kristján Möller, 3. þm. Norðaust.``

Kjörbréf Láru Stefánsdóttur hefur verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki tekið sæti á Alþingi fyrr og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

[10:35]