Lax- og silungsveiði

Fimmtudaginn 15. apríl 2004, kl. 16:16:23 (6428)

2004-04-15 16:16:23# 130. lþ. 97.3 fundur 850. mál: #A lax- og silungsveiði# (Fiskræktarsjóður) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 130. lþ.

[16:16]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er eiginlega vonlaus umræða. Málið er að ef um gjald er að ræða á gjaldið að koma í staðinn fyrir kostnað, það er alveg klárt. Ef ekki er um kostnað að ræða á móti þá er það skattur. Það er því ekki hægt að þræta fyrir það að auðvitað er þetta skattur sem hér er um að ræða.

Svo finnst mér líka, og ég vil að það komi fram þó að það sé ég sem segi það en ekki hv. þm. Pétur Blöndal, að ríkissjóður eigi að innheimta skatta með almennum hætti og veita peninga úr ríkissjóði til verkefna eins og þessara, en ekki að búa til alls konar matarholur eins og þetta er í raun og veru þegar menn fjalla um fjármuni sem eru ekki litlir og renna um sjóði þeirra fyrirtækja sem hér er verið að tala um að skattleggja. Menn verða að hafa einhverja stefnu og geta viðurkennt hvað er skattur og hvað er gjald.