Lax- og silungsveiði

Fimmtudaginn 15. apríl 2004, kl. 16:22:00 (6431)

2004-04-15 16:22:00# 130. lþ. 97.3 fundur 850. mál: #A lax- og silungsveiði# (Fiskræktarsjóður) frv., landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 130. lþ.

[16:22]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Nú er vinur minn, hv. þm. Össur Skarphéðinsson, fjarri góðu gamni, hann hefði sjálfsagt munað það betur en sá sem hér stendur hvað kom út úr nefndarstarfinu. En ég minnist þess að ekki fyrir löngu --- hv. þm. sagði að sá sem hér stendur hefði verið ráðherra á þessum tíma en það er ekki svo. (MÞH: Nei, formaður landbn.) Já, já, en ég kann ekki að segja frá því en mér finnst sjálfsagður hlutur að fara yfir hvað um þá tillögu varð og það starf því að hv. þm. fór vel yfir það í ræðu sinni í dag og af sterkri tilfinningu, og ég held að hægt sé að gera miklar úrbætur í þá átt að styrkja urriðann með breytingu við Steingrímsstöð.

Síðan er spurningin um mótmælin og skattinn af hálfu orkufyrirtækja, sem menn kalla hér skatt, ég kalla það gjald til náttúrunnar. Þeir sem þurfa að borga kvarta oft, en þó hef ég ekki heyrt mikið af kvarti af hálfu orkufyrirtækjanna hvað þetta varðar eða þá löngu sögu sem þau hafa orðið að greiða til Fiskræktarsjóðs. Ég hygg að svo sé að þeim finnist það sanngjarnt fyrir afnotin af landinu.