Áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára

Fimmtudaginn 15. apríl 2004, kl. 19:19:39 (6467)

2004-04-15 19:19:39# 130. lþ. 97.11 fundur 873. mál: #A áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára# þál. 29/130, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 130. lþ.

[19:19]

Félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (andsvar):

Hæstv. forseti. Spurning hv. þingmanns hlýtur að byggja á ákveðnum misskilningi því að sá er hér stendur var alls ekki ráðherra, hvorki jafnréttismála né annarra mála, þegar niðurstaða kærunefndar jafnréttismála í máli framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu lá fyrir. Ég vísa þeirri spurningu frá mér, hæstv. forseti.

Hins vegar er mjög einfalt að svara síðari spurningu hv. þingmanns játandi. Sú áætlun sem hér er kynnt og mælt fyrir hefur að sjálfsögðu fengið umfjöllun í ríkisstjórn eins og lög gera ráð fyrir.