Áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára

Fimmtudaginn 15. apríl 2004, kl. 20:16:39 (6484)

2004-04-15 20:16:39# 130. lþ. 97.11 fundur 873. mál: #A áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára# þál. 29/130, ArnbS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 130. lþ.

[20:16]

Arnbjörg Sveinsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil eingöngu þakka góðar undirtektir hæstv. félmrh. Ég vil jafnframt segja frá því að í þeim stjórnum fyrirtækja sem ég hef setið hef ég sérstaklega beitt mér fyrir því að menn taki upp það vinnuferli að setja sér jafnréttisáætlanir. Það er gjarnan gert í starfsmannaáætlun sem fyrirtæki setja sér. Ég held að menn læri smátt og smátt að vinna eftir þessum lögum þegar þetta er komið í reglubundna starfsmannaáætlun þeirra. Hugarfarið og viðhorfið breytist því jafnt og þétt. Ég þakka hæstv. félmrh. fyrir að taka undir mál mitt.