Veðurþjónusta

Föstudaginn 16. apríl 2004, kl. 13:01:49 (6529)

2004-04-16 13:01:49# 130. lþ. 98.18 fundur 784. mál: #A veðurþjónusta# frv., umhvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 130. lþ.

[13:01]

Umhverfisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Virðulegur forseti. Varðandi grunnþjónustuna finnst mér hún vera ágætlega skilgreind í frv. Það kemur mjög skýrt fram að grunnþjónustan verður greidd af ríkinu þannig að ég deili ekki áhyggjum hv. þm.

Varðandi hlýnun lofthjúpsins aflar Veðurstofan upplýsinga á því sviði með mælingum sínum. Þær eru mikilvægar og þeim verður haldið áfram þannig að þau gögn verða áfram aðgengileg eins og áður. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa unnið mjög gott starf á þessum vettvangi og hafa líka verið með okkur í nefndum þar sem við skoðum t.d. alþjóðaskýrslurnar sem hafa snúist um loftslagsbreytingar, IPCC-skýrslurnar svokölluðu, sem skipta mjög miklu máli. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa verið með okkur í nefndum og ráðlagt okkur í þeim málum þannig að því verður að sjálfsögðu haldið áfram.