Loftferðir

Föstudaginn 23. apríl 2004, kl. 16:00:26 (6667)

2004-04-23 16:00:26# 130. lþ. 101.2 fundur 945. mál: #A loftferðir# (Montreal-samningurinn, EES-reglur o.fl.) frv. 88/2004, 946. mál: #A alþjóðasamningur um loftflutninga milli landa# frv. 52/2004, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 130. lþ.

[16:00]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson) (andsvar):

(Gripið fram í: Segðu bara eitthvað. Segðu nei.) Herra forseti. Það er farinn að færast galsi í hv. þingmenn. Það er ágætis samstarf á milli samgrn. og utanrrn. um þessar mundir. Þar eru engin vandamál. Hins vegar virðast þeir sem skipuleggja þessa ráðstefnu ekki hafa talið ástæðu til að kalla fleiri til en þar eru kallaðir til verka. Ég lít ekki svo á að í því felist sérstök merking um samstarf hlutafélagsins Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og stofnana á vegum samgrn. (Gripið fram í.) Ég lít svo á að þarna (Gripið fram í.) hafi menn ekki gætt sín á að kalla þá til verka sem best þekkja þessi mál. Það liggur bara þannig fyrir.