Aðild að Gvadalajara-samningi

Mánudaginn 26. apríl 2004, kl. 16:29:49 (6754)

2004-04-26 16:29:49# 130. lþ. 102.23 fundur 883. mál: #A aðild að Gvadalajara-samningi# þál. 22/130, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur, 130. lþ.

[16:29]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Í þessum samningum er verið að auka ábyrgð og reyna að ná fram meiri samræmingu á milli landa. Hér er hins vegar um mjög flókið mál að ræða og eðlilegt að hv. þingmaður beri fram ýmsar spurningar í því sambandi. Ég hygg þó, herra forseti, að miklu heppilegra sé að við yfirferð málsins í utanrmn. verði gerð grein fyrir þeim atriðum sem hv. þm. kom hér inn á. Ég vildi óska eftir því að starfsmenn utanrrn. og samgrn. kæmu á fund nefndarinnar og gerðu betur grein fyrir þessu, m.a. til að svara þeim spurningum sem hv. þm. lagði hér fram.